Tveir góðir félagar úr RT7 lögðu af stað á Euromeeting í Haugesund þann 18. maí 2015. Haldið var frá Akureyri um hádegisbil með með góðum dreng sem reddaði okkur fari á Toyota Yaris sem varla var nógu stór fyrir ferðatöskurnar okkar. Þegar komið var til Reykjavíkur tók öðlingurinn Kristinn Guðjónsson fráfarandi sjoppustjóri á móti okkur og unnið var í því að grynnka á lagernum hjá kallinum. Meistarinn skutlaði okkur svo til Keflavíkur þar sem snætt var á Tai Keflavík áður en Kiddi hélt heim á leið. Gulli Kára varaforseti RTÍ sýndi okkur svo hvernig barirnir virka í Keflavík á mánudagskvöldum. Kría í nokkra tíma áður en haldið var á flugvöllinn.
Fimm tímum seinna, fyrsti bjór tekinn á nýjum flugvallarbar á KEF Airport kl. 6:15. Lent var í Stavanger nokkrum bjórum síðar. Þar sem pretourinn var aðeins planaður fyrir einn dag, þ.e. fimmtudag ákváðum við að gera úr þessu okkar eigin pretour og hitta vini og ættingja í Norge. Dagana í Stavanger brölluðum við margt skemmtilegt, fórum við m.a. á Cardinalinn (allir sem koma til Stavanger ættu að fara þangað, mælum með Leffe Royal á Cardinalnum J), keilu, olíusafnið, Viking stadium, slátrarinn (dýrasta nautakjöt í heimi, en það var þess virði) og ófáir pöbbarnir voru teknir út en þar fór Gestur á höfuðið!
Á fimmtudagsmorgni hófst svo RT7 pretourinn. Við hittum RT7 liðið á bryggjunni í Stavanger og var ferðinni heitið á Preikestolen. Ásamt okkur voru mættir Idar skipuleggjandi úr RT7 í Haugesund og svo nokkrir frá RT7 klúbbnum í Hannover. Myndirnar hér að neðan segja það sem segja þarf um pretourinn!!
Um hádegisbil á föstudegi var svo haldið til Haugesund. Sóttir á rútubílastöðina af Kjetil (þó ekki Kjetil Andre Omot) og okkur skuttlað í bankann (hótelið sem er sett upp í gömlum banka). Vorum snöggir að koma okkur fyrir og fljótir niður á barinn þar sem við tókum stöðuna á liðinu. Svo var haldið í heimapartý þar sem vel var gert við sig í mat og drykk og stóðu Norðmennirnir sig vel þar. Að loknum heimapartýum var svo haldið í klúbbhús RT7 í Hagesund þar sem partýið hélt áfram. Flestir fóru í bæinn, en sumir komust ekki inn sökum…
Á laugardegi vöknuðu félagarnir aðeins of seint og náðu ekki að taka í spaðann á borgarstjóranum sem var fyrstur á dagskránni. Við náðum þó liðinu á leiðinni frá ráðhúsinu og haldið var af stað í city rally sem reyndar var bátsferð í víkingaþorpið Avaldsnes, lítið var þó í gangi þar og þorðu Norsku víkingarnir greinilega ekki í þá íslensku. Að bátsferðinni lokinni tók við Banner lunch þar sem að við félagarnir fórum á kostum með söngatriði og uppskárum une point. Skemmtiatriðin voru fjölbreytt og ansi furðuleg sum hver. Tekin var keppni í sjómann til að krýna „the true Viking“ eins og þeir kölluðu það, Níels vann Svía og tapaði svo fyrir Dananum sem sigraði keppnina, Gestur bara tapaði (var mútað eða það segir hann). Nokkuð margir bjórar höfðu verið slegnir á þessum tímapunkti og því þynnist mynnið. Old tablers partý um kvöldið, Níels týndist en fannst aftur, dansað var uppi á sviði, sumir berir að ofan, kebab pítsa!!
Á sunnudegi vöknuðu félagarnir á réttum tíma. Haldið var í Viking Picknick sem haldið var á slóðum Hrafnaflóka sem við Íslendingar þekkjum vel. Skoðuð var gömul herstöð sem er á svæðinu og svo var skipt í lið þar sem teknir voru nokkrir góðir leikir/þrautir til að hrista saman mannskapinn. Þess má geta að það rigndi aðeins á meðan, og aðeins upp í okkur. Að því loknu var boðið upp á dýrindis grillmat og bjór frá RT félögum héðan og þaðan um evrópu (hluti af mótsgjaldinu var ein kippa af bjór, local, frábær hugmynd). Að loknu Viking Pickninc var haldið aftur í bankann þar sem við gerðum okkur klára fyrir gala dinnerinn. Gala dinnerinn var allur hinn flottasti, ræðuhöld og verðlaunaafhendingar (engir bikarar þó til þar sem Gestur var búinn að stela þeim öllum). Að lokinni flottri dagskrá var haldið í bæinn þar sem partýinu var haldið áfram fram undir morgun.
Vöknuðum á mánudagsmorgni, ekki í okkar besta formi. Farewell brunchinn olli vonbrigðum og dagurinn var eftir því… ferðalagið heim framundan.