Þessi skemmtilegi viðburður er orðinn einn vinsælasti fjölskylduviðburður RTÍ, þar sem bæði núverandi og gamlir teiblarar koma saman ásamt fjölskyldum og eyða helginni saman. Þetta var þriðja árið í röð þar sem útilegan var haldin í Varmahlíð.
Dagskrá helgarinnar var lauslega þessi:
Föstudagur:
Boðið var upp á hamborgaraveislu á föstudagskvöldi, ferska nautahamborgara, ásamt gosi og bjór.
Mikið var haft fyrir því að sína leik Íslands og Tékklands, þar sem búið var að innrétta stórt partýtjald með ruslapokum svo það væri ekki of bjart inn í tjaldinu, leiknum var svo varpað af skjávarpa á tjald og má segja að aldrei hafa menn fengið aðrar eins aðstæður til að horfa á fótboltaleik í útilegu. Svo var teiblað vel fram á nótt eins og okkur er lagið.
Laugardagur:
Dagskráin hófst með pylsu og hamborgara grillveislu í hádeginu, eftir það var farið í fótbolti og leiki. Sameiginlega sundferð var svo í kjölfarið. Nammikastarinn var svo á sínum stað að vanda og sló heldur betur í gegn hjá krökkunum.
Hver og einn sá svo um sig og sína með kvöldmat þar sem það mynduðust nokkrir hópar sem grilluðu saman í mikilli stemningu.
Seinna um kvöldið var svo komið að Elvari (Geisla) að búa til heitt súkkulaði með stroh, sem slær alltaf í gegn. Óttar Már var svo að vanda með eitthvað óvænt í miðnæturgrillið, að þessu sinni voru það grillaðir sviðahausar á boðstólnum. Svo var teiblað vel fram á nótt.
Sunnudagur:
Endað var frábæra helgi á því að grilla áður en haldið var heim á leið.
Við látum svo nokkrar skemmtilegar myndir flakka með sem voru nokkuð lýsandi fyrir helgina.
Varaformenn RT4, RT5, RT7 og RT15
Hilmar Dúi Björgvinsson, Georg Fannar Haraldsson, Gestur Arason og Einar Kári Magnússon