Sælir félagar.
Ég fór að hugsa um daginn (já ég veit að það gerist ekki oft) um heiðursfélaga RTÍ og þá virðingu sem mér finnst að þeir eiga skilið. Heiðursfélagarnir eru fjórir. Matz Wibe Lund árið 1979, Björn Viggósson árið 1989, Aðalsteinn Árnason árið 1998 og Eggert Jónasson árið 2010. Þessir heiðursmenn bera, eins og ég sagði, titilinn Heiðursfélagi og eru virkilega vel að honum komnir. Hins vegar finnst mér ansi oft bera við að menn tali um þá sem hafa fengið „Gold Member“ orðuna sem heiðursfélaga. Ég er ekki að gera lítið úr þeim félögum og þeirra störfum en samkvæmt siðareglum þá er íslenska heitið yfir Gold Member, Framúrskarandi Félagi. Mér finnst við gera lítið úr Heiðursfélögum okkar þegar að við erum farnir að nota það heiti yfir þá sem hafa fengið gylltu orðuna góðu. Sýnum þessum frábæru félögum okkar þá virðingu sem þeir vissulega skilið og köllum hlutina réttum orðum. Eins langar mig til beina þeim orðum til ykkar allra, að þegar við erum með einhverja stóra viðburði þá þætti mér það sjálfsagt að hafa samband við Heiðursfélagana og bjóða þeim að taka þátt. Samkvæmt siðareglum skal þeim ávallt boðið á árshátíð á kostnað RTÍ en mér finnst það vera okkur til sóma að bjóða þeim að taka þátt í öðrum stórviðburðum. Ég er svo lánsamur að hafa kynnst öllum heiðursfélögum okkar og starfað með þeim flestum á einn eða annan hátt.
Á svipuðum nótum þá finnst mér að við eigum að sýna fyrrum forsetum hreyfingarinnar þá virðingu að þegar þeir ganga í sal, hvort sem þeir sækja almenna fundi hjá öðrum klúbbum, koma á fulltrúaráðsfundi eða aðra viðburði að við stöndum upp fyrir þeim. Og munið að í klúbbum höfum við formenn en einungis landstjórn hefur forseta. Mér hefur fundist vera mikil misbrestur á þessu á fulltrúaráðsfundum og ég veit að þið getið gert mikið betur. Þar sem að RT minnið er frekar stutt þá er skiljanlegt að svona einfaldir hlutir eiga það til að gleymast. En landsstjórn á að vita betur og Siðameistari landsstjórnar á að sjálfsögðu að sjá til þess að svona lagað gleymist ekki á fulltrúaráðsfundum.
Ef að núverandi siðameistari er ekki með hlutina alveg á hreinu þá er mér það bæði ljúft og skylt að bjóðast til að setjast niður með honum góða kvöldstund og fara yfir málin með honum. Ég skal meira að segja mæta með ljúfar veigar með mér til þess að allt gangi nú smurt fyrir sig ?
Y.i.T. (ykkar í teibli)
Aðalsteinn “Gosi“