Eins og margir ykkar vita þá á ég og eiginkona mín, Margrét Grjetarsdóttir, 6 ára gamla, langveika dóttur hana Brynhildi Láru. Hún greindist á fyrsta ári með sjúkdóm sem í daglegu tali nefnist NF1. Sjúkdómurinn lýsir sér þannig að það myndast hægvaxandi, yfirleitt, góðkynja æxli á taugum, þessi æxli geta hæglega orðið íllkynja. Í hennar tilfelli finnst æxli á sjóntaugum. Vel er fylgst með framvindunni með segulómun (því fylgir alltaf svæfing) og blóðprufum. Rúmlega tveggja ára gömul kemur svo í ljós að æxlin eru farin að þrýsta það mikið á sjóntaugarnar og stækkun orðin það veruleg að sjónin er farin að skerðast verulega. Þarna er ákveðið að setja hana í Krabbameinslyfjameðferð.
Read moreVirðing!
Ég fór að hugsa um daginn (já ég veit að það gerist ekki oft) um heiðursfélaga RTÍ og þá virðingu sem mér finnst að þeir eiga skilið. Heiðursfélagarnir eru fjórir. Matz Wibe Lund árið 1979, Björn Viggósson árið 1989, Aðalsteinn Árnason árið 1998 og Eggert Jónasson árið 2010. Þessir heiðursmenn bera, eins og ég sagði, titilinn Heiðursfélagi og eru virkilega vel að honum komnir.
Read moreLandstjórnin á Ferð og flugi
Margir ykkar eru nú búnir að vera í góðu sumarfríi frá Teiblinu á meðan aðrir hafa verið að hittast í góðu Teibli með vinum og fjölskyldum úr Round Table. Einhverjir hafa farið á Euromeeting eða Númeramót eins og þau kallast á góðri íslensku og skemmt sér vel í alþjóðateibli með nýjum sem og gömlum vinum.
Read more