Ferðin okkar til Tallinn í Eistlandi hófst á akstri frá Akureyri til Reykjavíkur síðdegis 3. júní eftir langa vinnudag. Við félagarnir (Sigurður Óli og Rúnar) vorum vel spenntir fyrir þessari ferð en um var að ræða sameiginlegan ársfund (AGM) hjá Roundtable í Eistlandi og Lettlandi (AGM- LAT / EST). Þetta var fyrsti alþjóðlegi viðburðurinn okkar í Roundtable og vonandi ekki sá síðasti vegna þess að við skemmtum okkur konunglega.
Read moreThe Nordic Tablers Meeting 2014 – It’s An Empire State of Mind
Á þriðjudeginum 18. nóvember lá leið mín á mitt fyrsta NTM sem að þessu sinni var haldið í New York. Því var töluverð tilhlökkun hjá mér þegar ég mætti upp á flugvöll, ekki síst vegna þess að þetta var í fyrsta skipti sem ég fer til Bandaríkjanna. Ég hafði sótt um og fengið ferðastyrk Round table til þess á fara á þennan fund. Ég fór á þriðjudegi, sem var snemmt, þar sem ég vildi meiri tíma til að skoða borgina.
Read moreFerðasaga RT7 – Euromeeting Haugesund 2015
Tveir góðir félagar úr RT7 lögðu af stað á Euromeeting í Haugesund þann 18. maí 2015. Haldið var frá Akureyri um hádegisbil með með góðum dreng sem reddaði okkur fari á Toyota Yaris sem varla var nógu stór fyrir ferðatöskurnar okkar. Þegar komið var til Reykjavíkur tók öðlingurinn Kristinn Guðjónsson fráfarandi sjoppustjóri á móti okkur og unnið var í því að grynnka á lagernum hjá kallinum. Meistarinn skutlaði okkur svo til Keflavíkur þar sem snætt var á Tai Keflavík áður en Kiddi hélt heim á leið. Gulli Kára varaforseti RTÍ sýndi okkur svo hvernig barirnir virka í Keflavík á mánudagskvöldum. Kría í nokkra tíma áður en haldið var á flugvöllinn.
Read moreSumarútilega Norðanklúbbana
Að sjálfsögðu voru teiblarar klæddir í samræmi við tilefnið
Þessi skemmtilegi viðburður er orðinn einn vinsælasti fjölskylduviðburður RTÍ, þar sem bæði núverandi og gamlir teiblarar koma saman ásamt fjölskyldum og eyða helginni saman. Þetta var þriðja árið í röð þar sem útilegan var haldin í Varmahlíð.
Read moreHvað er Round Table og hvað hefur Round Table gert fyrir mig?
Eins og margir ykkar vita þá á ég og eiginkona mín, Margrét Grjetarsdóttir, 6 ára gamla, langveika dóttur hana Brynhildi Láru. Hún greindist á fyrsta ári með sjúkdóm sem í daglegu tali nefnist NF1. Sjúkdómurinn lýsir sér þannig að það myndast hægvaxandi, yfirleitt, góðkynja æxli á taugum, þessi æxli geta hæglega orðið íllkynja. Í hennar tilfelli finnst æxli á sjóntaugum. Vel er fylgst með framvindunni með segulómun (því fylgir alltaf svæfing) og blóðprufum. Rúmlega tveggja ára gömul kemur svo í ljós að æxlin eru farin að þrýsta það mikið á sjóntaugarnar og stækkun orðin það veruleg að sjónin er farin að skerðast verulega. Þarna er ákveðið að setja hana í Krabbameinslyfjameðferð.
Read moreVirðing!
Ég fór að hugsa um daginn (já ég veit að það gerist ekki oft) um heiðursfélaga RTÍ og þá virðingu sem mér finnst að þeir eiga skilið. Heiðursfélagarnir eru fjórir. Matz Wibe Lund árið 1979, Björn Viggósson árið 1989, Aðalsteinn Árnason árið 1998 og Eggert Jónasson árið 2010. Þessir heiðursmenn bera, eins og ég sagði, titilinn Heiðursfélagi og eru virkilega vel að honum komnir.
Read more